Shopping cart .innerHTML = '(' + (0) pcs

    Hárnæring er algjört grundvallaratriði þegar kemur að góðri hárrútínu. Hárnæring er eins og nafnið gefur til kynna næring fyrir hárið og rakagjöf sem eykur teygjanleika og mýkt ásamt því að minnka slit. En það sama gildir um hana og þvott á hársverði, þessi einfalda athöfn getur orðið flókin þegar offramboð er af misgóðum heilræðum, tískufyrirbrigðum og kenningum um réttu aðferðina og vöruna. Hårklinikken var stofnað 1992 og hefur yfir 30 ára reynslu og þekkingu byggða á áralöngum rannsóknum. Við tókum Söruh Mardis, yfirmann útbús okkar í New York, tali og báðum hana að gefa okkur leiðbeiningar um hvernig best sé að bera sig að við hárnæringuna.

    Hvaða hárnæring hentar hvaða hárgerð?

    Allar hárgerðir þurfa hárnæringu en í mismunandi styrkleika þó.

    Þurrt, fíngert og feitt hár

    Daily Conditioner er næring sem er hönnuð til að veita nauðsynlegan raka og bæta rakaheldni en er samt sem áður létt og sérstaklega gerð þannig að hún íþyngi ekki fínu hári.

    Liðað and krullað hár

    Þó að Daily Conditioner sé gagnleg fyrir margt fólk með liðað eða krullað hár getur oft verið betra fyrir þurrara hár að nota þykkari og feitari vörur sem auka enn á raka og næringu hársins. Þá mælum við með að nota einnig Hair Mask. „Fjölmargir viðskiptavinir Hårklinikken nota fyrst Daily Conditioner, láta hana bíða í nokkrar mínútur og bæta svo Hair Mask við og fá þannig kosti beggja efna ásamt tvöföldum raka,“ segir Sarah.

    Krullað, snarhrokkið og þurrt eða litað hár

    Fyrir krullað, snarhrokkið eða þurrt og skemmt hár er blandan sem lýst er hér að ofan, Daily Conditioner og Hair Mask jafnvel enn áhrifaríkari. „Sumir viðskiptavinnir Hårklinikken sem eru með mjög þurrt hár nota Hair Mask í staðinn fyrir venjulega hárnæringu,“ segir Sara. „Leyfðu maskanum að liggja í hárinu í a.m.k. þrjár mínútur (helst lengur) til að fá mestan árangur.“

    Hvaða innihaldefni í hárnæringum ætti að varast?

    Láttu hárnæringar sem innihalda sílíkonefni eiga sig sama frá hvaða vörumerki þær eru. Sílíkonefni geta látið hárið virðast heilbrigt en eru í raun bara að húða hárið og geta svo valdið vandamálum þegar til langs tíma er litið. Við mælum einnig með að skoða innihaldslýsingar og forðast eftirfarandi: jarðolíu, ilmefni, díetanólamín, própýlparaben, bútýlparaben, ísóbútýlparaben, metýlísóþíasólínón, DMDM hýdantóín, kúmarín, geraníól, oktínoxat, amýlcinnamaldehýð, bútýlfenýl metýlprópanal, svo eitthvað sé nefnt.

    Á að setja hárnæringu í rennblautt, blautt eða rakt hár?

    Venjulega er hárnæring áhrifamest ef hún er sett í rakt hár því ef umframvatn er undið úr hárinu kemst hárnæringin betur inn í hárið án þess að þurfa að berjast við vatnssameindir.

    Á ég að setja hárnæringu í hársvörðinn líka?

    Þar sem hársvörðurinn framleiðir náttúrulega olíu (húðfitu) er ekki nauðsynlegt að bera hárnæringu í hársvörðinn eða við hársræturnar. „Við þurfum ekki viðbótarraka við hársvörðinn því við framleiðum það sem þarf,“ segir Sarah. „Þessar olíur berast niður í hárið úr hársverði svo við mælum jafnan með því að hárnæring sé einungis sett í hárið frá efsta hluta eyrna og niður úr.“ Það fer eftir hárgerð hvernig olíurnar dreifast um hárið, þær leka auðveldlega niður slétt hár en aðeins síður í krulluðu eða snarhrokknu hári. Þau sem eru með meiri hreyfingu í hárinu gætu þurft að setja hárnæringuna ofar í hárið.

    Á ég að greiða eða bursta hárnæringuna í hárið?

    Hárið er viðkvæmast þegar það er blautt svo það er aldrei gott að bursta næringuna í hárið. „Besta leiðin til þess að dreifa næringunni er að nota fingurna,“ segir Sarah. „Ef þú vilt nota eitthvert verkfæri er best að nota breiðtennta greiðu.“ Til að ná jafnri dreifingu á hárnæringunni er best að skipta hárinu upp og þrýsta næringunni vel inn í hvern og einn hárlokk.

    Er skálaraðferðin sniðug?

    Skálaraðferðin (e. bowl method) nýtur vinsælda meðal fólks með liðað eða krullað hár þar sem hún er talin auka getu hársins til að viðhalda raka og gera þannig liði og krullur fallegri. En það að dýfa hárinu ofan í vatn nokkrum sinnum eftir hárnæringuna er kannski ekki besta aðferðin fyrir alla og gæti jafnvel þýtt að þú sért að nota ranga vöru. „Skálaraðferðin er tímafrek og ef þú þarft að þynna út hárnæringuna þetta mikið gæti hreinlega verið að þú sért að nota hárnæringu með innihaldsefnum sem henta þér ekki,“ segir Sarah.

    Hvað með „skvamp-aðferðina“ (e. squish to condish)?

    Eini vandinn við skvamp-aðferðina sem felst í því að setja mikla hárnæringu í og krumpa og kreista endana er að hárnæringin þekur oft bara rétt endana. „Miðjan verður oft útundan þegar þessi aðferð er notuð,“ segir Sarah. „Svo skilur enginn hvers vegna hárið er úfið og flókið.“ Það er ekkert að því að þrýsta hárnæringunni inn í hárið en það þarf líka að setja hárnæringuna í frá efsta hluta eyrna og niður, ekki bara í endana.

    Hver eru merki þess að ég sé ekki að nota hárnæringu rétt?

    Þar sem hár er eins mismunandi og við erum mörg, getur verið gott að prófa sig áfram með næringarnar okkar. Ef hárið er úfið, slitið og ósamræmi er í liðum, bendir það til þess að þú sért ekki að næra hárið nóg. Of mikil hárnæring getur lýst sér í linkulegu, þungu eða feitu hári. Allt þetta gæti gefið til kynna að breytinga sé þörf, bæði hvað varðar rútínu og þær vörur sem notaðar eru.

    Hárnæring 101 frá Hårklinikken

    1. skref: Bleyta hárið

    Eftir að hafa þvegið hárið með annaðhvort Balancing eða Stabilizing shampoo skaltu skola og kreista umframvatn í burtu. Hárið ætti að vera blautt en ekki rennandi blautt.

    2. skref: Virkja efnið

    Settu nokkrar pumpur af Daily Conditioner (eða Hair Mask) í lófann og nuddaðu saman höndunum. Berðu í hárlengdina – sirka frá eyrum og niður úr.

    3. skref: Dreifa jafnt

    Til að tryggja að næringin dreifist sem best er sniðugt að skipta hárinu upp og vinna með einn lokk í einu frekar en að setja í allt hárið í einu. Þrýstu eða kreistu hárnæringuna í hárið frekar en að greiða hana bara í gegn með fingrunum.

    4. skref (má sleppa): Nota Hair Mask

    Fyrir þau sem þurfa enn meiri næringu er gott að bæta Hair Mask hármaskanum við Daily Conditioner.

    5. skref: Bíða

    Leyfðu hárnæringunni (og Hair Mask sem má sleppa) að fara vel inn í hárið í a.m.k. þrjár mínútur, helst lengur.

    6. skref: Skola

    Skolaðu hárið vandlega með volgu til heitu vatni.

    Ráð fyrir fólk með mjög þurrt hár

    Áður en þú stígur inn í sturtuna skaltu væta hárið frá eyrum og niður úr með volgu vatni. Settu Daily Conditioner og svo Hair Mask í rakt hárið. Í sturtunni skaltu bleyta hvirfilinn en halda hárinu með næringunni frá bununni. Nuddaðu Balancing eða Stabilizing Shampoo í hársvörðinn. Þegar þú skolar sjampóið úr skaltu reyna að halda hárinu með næringunni frá bununni. Svo þegar sjampóið hefur verið þvegið skaltu þvo afganginn af næringunni og maskanum úr. Með þessu fær hárið einstaklega mikla rakagjöf.

    Are you in the right place?

    Please choose your shop

    Iceland
    ×

    It's more than hair. It's you