Shopping cart .innerHTML = '(' + (0) pcs

    Kláði í hársverði sem flagnar getur verið jafn pirrandi og hann er vandræðalegur en oft getur einnig verið erfitt að vita hvort um er að ræða flösu eða bara þurran hársvörð. Þessi kvillar kunna að hafa svipuð einkenni en eru þó ekki það sama. Annar kvillinn getur verið langvarandi en viðráðanlegur en hinn af völdum ytri þátta svo sem veðurs eða notkunar á röngum vörum. Lestu áfram ef þú þarft að stilla þig um að klóra þér í höfðinu.

    Hvað er líkt og ólíkt með þurrum hársverði og flösu?

    Það eru nokkur einkenni sem eiga við um báða kvillana en flasa og þurr hársvörður geta lýst sér með eftirfarandi hætti:

    • Kláði
    • Roði og/eða erting í hársverði
    • Flögnun í hársverði
    • Sár eftir gegndarlaust klór

    Munurinn gæti orðið þér ljós ef þú skoðar hársvörðinn nánar:

    • Flasa frá þurrum hársverði er smá og hvít en flasa er stærri, gultóna og fiturík milli fingurgóma.
    • Fólk með þurran hársvörð er oft með þurrt hár en þeir sem þjást af flösu eru með feitara hár.

    En hvað er flasa?

    Flasa getur verið vægur flösuþrefi (e. seborrheic dermatitis) vegna of mikillar húðfitu í hársverði eða ofvaxtar á Malassezia-sveppnum. Flasan eru dauðar húðfrumur sem hafa losnað hratt sem veldur því að þær safnast saman í hársverðinum.

    Hvað er þá þurr hársvörður?

    Þurr hársvörður myndast þegar húðina vantar raka til að halda hársverðinum heilbrigðum. Þessi skortur á raka leiðir svo til ertingar og flögnunar.

    Hvað veldur flösu?

    Algeng orsök flösu er ofvöxtur á Malassezia-sveppnum í hársverði sem verður þegar hársvörðurinn er ekki þveginn nægilega oft eða vel. Malassezia-sveppurinn nærist á húðfitu sem framleidd er í fitukirtlum í hársekkjum. Niðurbrot Malassezia-sveppsins á húðfitu yfir í olíusýru getur valdið því að líkaminn fer að endurnýja húðfrumur á miklum hraða. Þessar dauðu húðfrumur safnast svo saman og mynda sjáanlegar húðflögur á hársverði.

    Daglegar athafnir sem geta valdið flösu eru t.d. að fara í háttinn með blautt eða rakt hár, nota húfur eða trefla með blautu hári of oft eða að setja teygjur í hár áður en það er alveg þornað. Þetta skapar fullkomið vaxtarumhverfi fyrir bakteríur og sveppi.

    Hvað veldur þurrum hársverði?

    Algengar ástæður fyrir þurrum hársverði er snertiexem (sem getur komið vegna rangra hárvara) og veðurbreytingar. Snertiexem verður þegar eitthvert efni ertir húðina eða veldur ofnæmisviðbrögðum. Algenga ertingarvalda er gjarnan að finna í sjampóum og hármótunarvörum sem innihalda ilmefni, litarefni, vafasöm rotvarnarefni, sílíkonefni eða steinefnaolíur. Þegar kemur að veðrinu er það helst kalt og þurrt loftslag sem þurrkar hársvörðinn hratt.

    Hvernig á að koma í veg fyrir flösu og meðhöndla hana

    Besta leiðin til að hafa stjórn á flösunni er að viðhalda reglulegri þvottarútínu með rétta sjampóinu, minnka húfunotkun, sérstaklega þegar hárið er rakt og minnka streitu þegar hægt er.

    Það að þvo hárið daglega eða annan hvern dag með Stabilizing Scalp Shampoo eða Balancing Shampoo getur gert heilmikið til að halda flösunni í skefjum. Það er einnig nauðsynlegt að þvo hárið á réttan hátt og einbeita sér að því að þvo hársvörðinn vandlega. Stundum mæla húðlæknar einnig með sveppaeyðandi eða bólgueyðandi sjampói.

    Aukið álag veldur hækkun á kortisóli sem getur leitt til aukinnar húðfitumyndunar í hársekkjum. Eins og áður hefur komið fram getur aukin olíumyndun í hársverði skapað gróðrarstíu fyrir Malassezia-sveppinn. Til að forðast að flasa brjótist út skaltu reyna að hafa hemil á streitunni með því að huga að þér eins og þér þykir best. Nægur svefn er góð byrjun.

    Hvernig á að koma í veg fyrir flösu og meðhöndla hana?

    Ef þú ert með þurran hársvörð vegna snertiexems er lykilatriði að finna út hvaða efni er að valda ertingunni. Sem þýðir að það er kominn tími til að fara yfir þá rútínu sem þú ert með í gangi núna. Flest tilfelli snertiexems lagast af sjálfu sér þegar sökudólgurinn er fundinn og fjarlægður. Það gæti verið gott að fara til húðlæknis og fá aðstoð við að finna út hvað er að valda vandamálinu.

    Ef þurr hársvörður er árstíðabundinn er nauðsynlegt að viðhalda reglulegri þvottarútínu með réttri gerð af sjampói, sama hvernig viðrar. Við mælum einnig með að fara í volga (ekki heita) sturtu og passa að skola sjampóið vandlega úr. Við mælum einnig með að draga úr notkun á heitum hármótunartækjum, forðast að klóra í hársvörðinn, auk ýmissa annarra ráða fyrir vetrarveðrið. Ef vandamálið er þrálátt, skaltu ráðfæra þig við húðlækni og fá frekari greiningu og meðferð.

    Mild og árangursrík sjampó frá Hårklinikken

    Stabilizing Scalp Shampoo

    Stabilizing Shampoo er árangursríkt en þó milt sjampó sem nærir bæði hársvörð og hár. Það inniheldur efni úr Burdock Root Extract, svo sem glýkósíð og er hannað til þess að auka heilbrigði hársvarðar og styrkja þannig og bæta hárið.

    Balancing Shampoo

    Balancing Shampoo er verðlaunasjampó með innihaldsefnum úr jurtaríkinu eins og sinnepsfræsolíu. Það vinnur í sátt og samlyndi við hársvörðinn; hjálpar til við að koma jafnvægi á PH-gildin til að skapa besta umhverfið fyrir heilbrigða hársekki og hárvöxt. Þessi einstaka blanda veitir hreinsun sem er nógu mild til að hægt sé að nota hana daglega meðan önnur sjampó á markaðnum þurrka gjarnan hárið um of og erta hársvörðinn.

    Fortifying Shampoo

    Fortifying Shampoo veitir aukna meðhöndlun og viðbótarraka fyrir þurrt og viðkvæmt hár. Sjampóið er hannað til að nota með öðrum sjampóum frá okkur. Innihaldsefni eins og hör, glýkósíð og þykkni úr alverulaufi (aloe vera) vinna saman við að styrkja og lagfæra skemmt hár.

    Are you in the right place?

    Please choose your shop

    Iceland
    ×

    It's more than hair. It's you