Shopping cart .innerHTML = '(' + (0) pcs

    Við tölum gjarnan um að meðhöndla þurfi hársvörð eins húðina í andlitinu. Það er ekki að ástæðulausu. Eins og andlitið, þarf að þvo hársvörðinn, næra hann og hugsa almennilega um hann. En hvernig þú hugsar um hársvörðinn þarf að vera sniðið að því hvers þinn líkami þarfnast. Þess vegna ætlum við að fara yfir hvernig á að þekkja hársvörðinn á sér (líkt og við gerðum með hárgerðir og gljúpleika) svo þú hafir nægar upplýsingar til að meðhöndla hann eins vel og hægt er og fáir þar með sterkara, mýkra og heilbrigðara hár með auknum gljáa.

    Mismunandi gerðir hársvarðar

    Þegar við tölum um gerðir hársvarðar erum við að vísa í pH-gildi og húðfitumyndun. Hársvörðurinn getur verið feitur, þurr, venjulegur/í jafnvægi, eða blandaður, á sama hátt og húðin í andlitinu. PH-gildið stendur fyrir súrt yfir í basískt lífumhverfi hársvarðarins. Of mikið eða of lítið súrt umhverfi getur aukið líkur á að sveppir og bakteríur þrífist. Það getur því verið vandasamt að viðhalda réttu pH-gildi í hársverði en vinnan er þess virði.

    Hefur gerð hársvarðar áhrif á hárgerðina eða heilbrigði hársins?

    Það hvernig hársvörðurinn er getur haft umtalsverð áhrif á heilbrigði hársins. Margt fólk finnur fyrir aukinni þynningu þegar ójafnvægi ríkir í hársverði í lengri tíma (of þurr eða of feitur). Til að skapa aðstæður fyrir heilbrigt hár er nauðsynlegt að auka heilbrigði hársvarðarins, koma jafnvægi á pH-gildi og hreinsa í burtu uppsöfnun. Því betur sem þú hugsar um hársvörð og hársekki því meiri líkur eru á gæðahári.

    Hvaða þættir hafa áhrif á gerð hársvarðarins?

    Hársvörðurinn verður fyrir erfðafræðilegum, hormóna- og aldurstengdum áhrifum en það eru nokkur atriði sem einnig geta haft áhrif á virkni hans og heilbrigði, þ.m.t. streita, loftslag og umhverfi. En mikilvægasti þátturinn er umhirðan.

    Eru sumar gerðir hársvarðar viðkvæmari fyrir hártapi og -þynningu.
    Það er engin ein gerð hársvarðar sem er viðkvæmari fyrir erfðatengdri hárþynningu eða hormónaskalla en óviðunandi umhirða getur leitt til ertingar, húðbólgu og sýkingar í hársekkjum sem síðan getur allt stuðlað að og aukið hárþynningu og hártap.

    Hvers vegna þarf ég að vita hvernig hársvörð ég er með?

    Með þekkingu á hársverði (og hári) kemur rétta umhirðan og besta mögulega hárið. Ef þú skilur lítið í þessu gætirðu meðhöndlað hársvörðinn á rangan hátt og komið raski á viðkvæma örveruflóru hans. Þá fer pH-gildi hársvarðarins úr jafnvægi og of mikil eða of lítil húðfita í hársverði getur valdið uppsöfnun og skemmdum á hársverðinum sjálfum sem og hársekkjum.

    Hverjar eru gerðir hársvarða?

    Fjórar aðalgerðir hársvarðar eru feitur hársvörður, þurr, venjulegur eða blandaður.

    Feitur hársvörður

    Feitur hársvörður framleiðir of mikla húðfitu. Merki um feitan hársvörð geta verið erting, kláði, flasa (gulleitar flögur) og bólumyndun í hársverði eða við hárlínu. Fólk með feitan hársvörð er gjarnan með hár sem á það til að fitna og verður flatt frekar fljótt eftir hárþvott.

    Þurr hársvörður

    Þurr hársvörður framleiðir ekki næga húðfitu. Einkenni eru gjarnan erting, kláði, roði og hvít flasa. Þér kann að finnast sem hársvörðurinn sé stífur og þurr.

    Venjulegur/hársvörður í jafnvægi

    Við erum kannski ekkert yfir okkur hrifin af því að nota orðið „venjulegt“ en í venjulegum hársverði sem er í jafnvægi er olíumyndun nægileg og losun húðflaga úr hársverði með þeim hætti að bæði hársvörður og hár haldast heilbrigð. Oftast er engin uppsöfnun, flasa, roði eða erting í hársverði í jafnvægi.

    Blandaður hársvörður

    Blandaður hársvörður einkennist af því að vera hvort tveggja feitur og þurr. Merki um blandaðan hársvörð geta verið erting, roði og/eða bólga. Það getur verið erfitt að eiga við blandaðan hársvörð því hann er oft mjög viðkvæmur og kann að bregðast við ýmsum þáttum svo sem árstíðum, meðferðum, lífstílsbreytingum og streitu.

    Hvernig hefur gerð hársvarðar áhrif á hárið?

    Gerð hársvarðar getur haft umtalsverð áhrif á heilbrigði og útlit hársins. Feitur hársvörður getur oft gert hárið líflaust, feitt og linkulegt en þurr hársvörður skilar oft viðkvæmu og dauflegu hári. Hár sem vex úr blönduðum hársverði er gjarnan feitt í rótina en þurrt í endana.

    Hvernig finn ég út hvaða gerð hársvarðar ég er með?

    Taktu frá tvo daga þar sem þú getur sleppt öllum hárvörum og greiðslum.

    Dagur 1

    Þvoðu hárið að morgni og notaðu hárnæringu. Leyfðu hárinu að þorna alveg sjálfu án þess að nota næringu eða hárvörur. Forðastu að setja hárið upp eða koma of mikið við það.

    Skoðaðu eftirfarandi:

    • Finnst þér eins og hársvörðurinn sé olíukenndur frekar fljótt eftir þvottinn, t.d. seinnipartinn eða snemma kvölds?
    • Er þig farið að klæja í hársvörðinn?
    • Er einhver flasa sjáanleg?

    Dagur 2

    Þegar þú ferð á fætur skaltu skoða hársvörðinn og spyrja þig sömu spurninga.

    • Ef hárið er orðið fitugt ertu líklega með feitan hársvörð.
    • Ef þig klæjar og þú ert með flösu er hársvörðurinn þurr.
    • Þú ert hugsanlega með blandaðan hársvörð ef þú finnur fyrir einkennum beggja gerða.
    • Ef hárið lítur ekki út fyrir að vera feitt, hársvörðurinn er hreinn og ekki ber á flösu, roða eða ertingu eru líkur á því að þú sért með hársvörð í jafnvægi (venjulegan).

    Umhirða eftir gerð hársvarðar:

    Það er nauðsynlegt að vera með reglulega hárþvottarútínu, óháð gerð hársvarðar. Til að halda hársverðinum heilbrigðum er nóg fyrir flest fólk að þvo hárið daglega eða annan hvern dag með mildum en áhrifaríkum sjampóum Hårklinikken. Ef þér finnst það of oft skaltu leiða hugann að því hversu oft þú þværð á þér andlitið.

    Feitur hársvörður – umhirða:

    Það þarf að djúphreinsa feitan hársvörð með Stabilizing Shampoo frá Hårklinikken til að koma húðfituframleiðslu í réttan farveg. Þetta einstaka sjampó inniheldur efni úr okkar eigin króklappaþykkni sem hefur bólgueyðandi eiginleika sem geta hjálpað til við að koma lagi á umfram fitumyndun.

    Venjulegur/hársvörður í jafnvægi – umhirða:

    Fólk með venjulegan hársvörð ætti að þvo hárið daglega eða annan hvern dag með Balancing Shampoo eða Stabilizing Shampoo til að fjarlægja uppsöfnun mengunarvalda, húðfitu, dauðra húðfrumna og óhreininda.

    Þurr hársvörður – umhirða:

    Hér er það aftur hárþvottur með Balancing Shampoo daglega eða annan hvern dag og hársvörðurinn verður laus við ertingu eða stífleika. Það gæti líka verið gott fyrir fólk með þurran hársvörð að nota einnig Fortifying Shampoo sem gefur aukinn raka.

    Blandaður hársvörður – umhirða:

    Fólk með blandaðan hársvörð þarf að halda sömu tíðni hárþvotta en gæti þurft að skipta um vörur til að tryggja að hársvörður haldist í jafnvægi. Blandaður hársvörður breytist stundum eftir árstíðum og því gæti verið nauðsynlegt að nota milt hreinsisjampó eins og Fortifying Shampoo yfir köldustu mánuðina en Stabilizing Shampoo þegar hlýrra er í veðri. Ef vandamál eins og exem eða sóríasis lætur á sér kræla mælum við með að láta húðlækni líta á það til frekari greiningar og meðferðar.

    Are you in the right place?

    Please choose your shop

    Iceland
    ×

    It's more than hair. It's you