Shopping cart .innerHTML = '(' + (0) pcs

    Það að fylgjast nákvæmlega með hvaða innihaldsefni þú notar í hár og hársvörð getur verið þreytandi en það er nauðsynlegt fyrir fólk sem vill að hárið sé raunverulega heilbrigt – ekki bara að það sýnist vera það. Margar hárvörur, ekki síst næringar og maskar, innihalda steinefnaolíu. Steinefnaolía er umdeilt innihaldsefni og það eru ýmsar skoðanir á því hvort þessar olíur séu góðar eða slæmar fyrir hárið. Hér ætlum við að gefa okkar sérfræðiálit. Lestu áfram til að komast að því hvað steinefnaolíur eru og hvers vegna Hårklinikken notar þær ekki.

    Hvað eru steinefnaolíur?

    Steinefnaolíur eru unnar úr jarðolíu, öðru nafni hráolíu og eru léttar, lit- og lyktarlausar. Það eru margar samsetningar af steinefnaolíu og margar mismunandi vinnsluaðferðir.

    Hvernig og hvers vegna eru steinefnaolíur notaðar í hár og hársvörð?
    Þær eru ódýrar í framleiðslu og eru notaðar í vörur fyrir hár og hársvörð af nokkrum ástæðum:

    • til að láta hárið líta betur út - minnka úfa
    • til að auka gljáa
    • til að breyta áferð vörunnar
    • til að þynna eða leysa upp önnur innihaldsefni

    Þessar olíur eins og sílikonefni eru oftast notaðar í nærandi og rakagefandi meðferðir vegna eiginleika þeirra til að láta hárið líta út fyrir að vera heilbrigðara. Auk þess minnka þessar olíur flækjur þar sem þær draga úr núningi og gera hárið sleipara. En þó þær geri það veita þær hvorki alvöru raka né bæta þær heilbrigði hárs.

    Hvers vegna hefur fólk áhyggjur af steinefnaolíu?

    Að hluta til vegna þess að steinefnaolía er unnin úr jarðolíu sem getur innihaldið krabbameinsvaldandi fjölhringa arómatísku vetniskolefni (PAH) sem eru efni sem finnast náttúrulega í hráolíu. Þetta þýðir að steinefnaolíur sem notaðar eru í snyrtivörur þurfa að vera mjög mikið unnar til að fjarlægja slík efni og verða að koma frá öruggum birgi sem stenst hæstu gæðakröfur.

    Er steinefnaolía slæm fyrir hár og hársvörð?

    Þrátt fyrir að steinefnaolíur hafi verið leyfðar í snyrtivörur af matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna og geti aukið gljáa, eru þær ekki gagnlegar fyrir hár og hársvörð. Þær geta skilið eftir íþyngjandi olíuskán á hárinu og með tímanum gert það flatt og líflaust. Þessar olíur geta einnig valdið umfram uppsöfnun af náttúrulegri húðfitu og dauðum húðfrumur í hársverði sem svo eru gróðrarstía fyrir örverur. Þetta getur svo valdið ertingu í hársverði, húðbólgu, sýkingum í hársekkjum og stundum valdið hárþynningu.

    Hvaða gerðir af steinefnaolíum eru notaðar í vörur fyrir hár og hársvörð?
    Ýmsar gerðir steinefnaolía leynast í efnislýsingu undir mismunandi nöfnum, t.d. þessar:

    • Cera Microcristallina
    • Petroleum (jarðolía)
    • White petroleum (hvít jarðolía)
    • Petrolatum (vaselín)
    • Liquid petrolatum (fljótandi vaselín)
    • Paraffin (vax)
    • Liquid paraffin / paraffinum liquidum (parafínolía, steinolía, ljósaolía, glæolía)
    • Paraffin (vax)
    • Microcrystalline Wax (örkristallað vax)

    Hvernig næ ég steinefnaolíu úr hárinu á mér?

    Ef þú hefur verið að nota vörur sem innihalda steinefnaolíur er sniðugasta næsta skref að nota hreinsisjampó eins og Balancing Shampoo. Balancing Shampoo er tilvalið fyrir fólk sem notar mikið af hárvörum og finnst hárið feitt, kleprað og þyngslalegt. Þetta sjampó kemur lagi á og frískar hár og hársvörð án þurrks eða stífleika.

    Notar Hårklinikken steinefnaolíur?

    Nei, það gerum við ekki. Ástæða þess er að það er fjöldinn allur af öðrum innihaldsefnum úr jurtaríkinu sem geta komið í staðinn og hafa jákvæða eiginleika án þess að skapa hár- eða hársvarðarvandamál. Við notum innihaldsefni eins og avókadó-, ólífu- og Abyssiníuolíur í stað steinefnaolía auk shea-smjörs og aloe vera. Þessi virku jurtaefni eru unnin á einstakan hátt og blandað í vörur okkar svo þau geri meira gagn en steinefnaolíur nokkurn tímann. Innihaldsefnin sem við notum eru einnig góð fyrir hársekki og hársvörð og við kappkostum að hárið verði raunverulega heilbrigt – en líti ekki bara þannig út.

    Are you in the right place?

    Please choose your shop

    Iceland
    ×

    It's more than hair. It's you