Shopping cart .innerHTML = '(' + (0) pcs

    Það eru óteljandi mýtur sem við höfum tekið góðar og gildar áratugum saman, þegar kemur að því að þvo hár, næra það, bursta, þurrka, greiða og svo mætti lengi telja. En sumar þessara mýta eru að hluta til sannar, aðrar byggðar á misskilningi og enn aðrar hreinlega ósannindi. Nú ætlum við að uppræta 10 algengar mýtur varðandi hár. Með því aukum við skilning á m.a. hárþynningu og heilbrigði hársvarðar.

    Mýta 1: Það er betra fyrir hárið að þvo það sjaldnar

    Sterkt og heilbrigt hár byrjar í hársverðinum. Það felur í sér að hreinsa í burtu uppsöfnun sem getur valdið skaða (húðfitu, dauðar húðfrumur, hárvörur, mengunarvalda og óhreinindi) og geta stíflað hársekki og leitt til flösu, ertingar í hársverði, húðbólgu og í versta falli hártaps. Það er mikilvægt að koma jafnvægi á pH-gildi hársvarðar og skapa kjöraðstæður fyrir heilbrigðan hársvörð og hárvöxt með því að halda góðri hárþvottarútínu með mildum, nærandi og áhrifaríkum sjampóum úr hreinsilínunni okkar.

    Lesa meira í grein um áhrifaríkar aðferðir við hárþvott.

    Mýta 2: Sumar hárgerðir þurfa ekki raka

    Allar hárgerðir þurfa raka en í mismunandi magni þó. Raki og næring eru nauðsynlegir þættir þegar kemur að því að bæta teygjanleika og mýkt hárs, minnka líkur á skemmdum, sliti og klofnum endum. Ef þér finnst eins og hárið á þér verði þyngslalegt, líflaust eða kleprað þegar þú notar hárnæringu eða rakameðferðir er langlíklegasta skýringin sú að þú ert að nota rangar vörur. Rakalínan okkar samanstendur af vörum sem mýkja, auka meðfærileika og áferð hársins án þess að hárið verði þyngslalegt og án þess að nota sílíkonefni eða steinefnaolíur.

    Mýta 3: Hárið verður „háð“ eða „ónæmt“ fyrir ákveðnum vörum

    Það er ekkert sem bendir til þess að hár eða hársvörður verði „ónæmt“ fyrir sumum vörum en ef þú ert ekki að nota réttu vörurnar getur það lýst sér svoleiðis. Eftir að hafa hitt viðskiptavini í 32 ár, á stofum um allan heim vitum við að því meira sem þú notar vörur Hårklinikken því heilbrigðara og sterkara verða hvort tveggja hár og hársvörður. Fyrir sumt fólk er best að halda stöðugri rútínu en fyrir aðra getur verið gott að gera smávægilegar breytingar á vöruvali, t.d. í tengslum við árstíðir.

    Mýta 4: Hárið verður meira glansandi ef það er skolað með köldu vatni

    Þetta er ekki endilega rétt en kaldara vatn getur verið gott fyrir ysta lag hársins og sléttað það sem svo hefur áhrif á útlitið. Besta aðferðin við að fá meiri gljáa er að þvo og næra hárið vel og nota til þess réttu vörurnar. Kalt vatn kann að virka róandi við pirringi eða bólgum í hársverði en of heitt vatn getur stundum aukið ertingu og skolað í burtu náttúrulegum olíum og þannig valdið þurrki. En hafðu í huga að kalt vatn getur æst upp sum vandamál í hársverði. Ef þú ert í einhverjum vafa skaltu hafa samband við húðlækni.

    Mýta 5: Hárið vex hraðar ef það er klippt reglulega

    Hárið vex úr hársekkjum í hársverði og það vex því ekki hraðar eftir klippingu. En klofnir endar hafa áhrif á heildarásýnd hársins og það er því betra að klippa í burtu skemmda enda. Hár sem hefur fengið nægan raka, slitnar síður og getur því frekar síkkað meira.

    Mýta 6: Öll súlföt eru slæm fyrir hárið

    Það er ekki sama súlfat og súlfat. Sum súlföt eru óvægin en önnur eru miklu mildari og yfirborðsvirk súlföt geta verið bæði örugg og góð í sjampó. Sannleikurinn er sá að sjampó án súlfata verka á annan hátt en þau sem innihalda súlföt. Það er mikilvægt að skoða styrk og blöndu innihaldsefna hverrar vöru fremur en að einblína eingöngu á hvaða efni eru ekki í vörunni sem þú ert að kaupa.

    Mýta 7: Hártap erfist í móðurætt

    Hártap eða hormónatengdur skalli verður vegna samverkandi erfða- og hormónaþátta og getur verið mismunandi eftir gerðum og skallamynstri. Hártapið erfist ekki eingöngu frá móðurfjölskyldu. Í reynd hafa rannsóknir sýnt að mörg mismunandi gen stýra hártapi.

    Sum þessara gena eru á X-litningi sem sís karlar erfa frá móður en sum eru á öðrum litningum sem erfast frá báðum foreldrum. Þetta þýðir að líkur á hártapi hjá sís körlum geta komið frá bæði móður og föður.

    Ekki er jafn mikið vitað um erfðafræðilega þáttinn í hártapi hjá sís konum en þó er talið að mörg gen komi þar við sögu. Hormónabreytingar vegna breytingaskeiðs, tíðahvarfa, fjölblöðrueggjastokka (PCOS) og fleira geta magnað upp erfðafræðilega tilhneigingu til hárþynningar.

    Mýta 8: Þú átt að bursta hárið 100 sinnum á dag

    Of margar burstastrokur eða harkaleg hárburstun getur skemmt hárið, hársvörð og hársekki. Þetta endurtekna tog getur svo valdið bólgum í hársekkjum og jafnvel varanlegum skemmdum á þeim og sliti á hárinu sjálfu. Það að renna fingrum í gegnum hárið nokkrum sinnum er nóg til að leysa flækjur úr sumum gerðum hárs en fyrir annað fólk er nóg að bursta varlega nokkrum sinnum með vel hönnuðum hárbursta.

    Mýta 9: Ef ég kippi gráum hárum í burtu vaxa fleiri til baka

    Það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé rétt en við mælum svo sannarlega ekki með því að rífa hárið upp með rótum. Þegar þú kippir hári sem er fast í hársekknum í burtu veldur það oftast í besta falli smávægilegri bólgu í hársekknum. Ef þetta er stundað um tíma getur það valdið skemmdum í hársekk og öramyndun sem getur eyðilagt hársekkinn sem þýðir að ekkert hár vex úr honum framar.

    Mýta 10: Það er betra að láta hárið þorna sjálft

    Það er frábært að láta hárið þorna sjálft í réttu loftslagi og á réttum tíma sólarhringsins. En það er mikilvægt að muna að hárið er aldrei viðkvæmara en þegar það er blautt og það að fara að sofa með blautt hárið eða það að hafa það rennblautt tímunum saman getur búið til gróðrarstíu fyrir bakteríur og sveppi. Svona ójafnvægi getur ýtt undir ýmis vandamál í hársverði svo sem flösu, húðbólgu eða bólgu í hársekkjum. Mundu að þurrka hárið vandlega en varlega með handklæði og ef það er ekki rétti tími dags til að láta það þorna almennilega sjálft er best að leyfa því að þorna aðeins áður (og nota Hair Hydrating Crème sem bæði hitavörn og næringu) áður en það er blásið á lágri stillingu.

    Are you in the right place?

    Please choose your shop

    Iceland
    ×

    It's more than hair. It's you